Í nafnleysunni

Ég kýs að vera nafnlaus. Mér finnst gott að vera nafnlaus og mér finnst að ég eigi að fá að vera nafnlaus. Ofurbloggarar margir hverjir loka á nafnleysingja. Eins og það skipti máli hvað ég heiti, hvaða kennitölu ég hef eða hvar ég starfa. Mín skoðun getur verði góð eða slæm, engu máli skiptir hvort ég birti hana undir nafni eða nafnlaust.

Það eru til fínustu rök fyrir því að blogga nafnlaust. Undanfarið hef ég heyrt og séð fréttir um að atvinnurekendur skoði blogg og jafnvel fésbókarsíðu starfsmanna sinna. Þó að ég geti sjálfsagt staðið keikur við hvert orði í bloggi langar mig ekki að útskýra fyrir fjölskyldu minni að við séum blönk af því að ég setti fram skoðanir mínar og þær féllu ekki í kramið. Þér megið kalla mig heigul.

Nafnleysi nefnilega getur verið til góðs. Litli Landssímamaðurinn var nafnlaus. "Djúpt kok" var nafnlaus. Hvernig í heitasta helvíti getur blogg elíta Íslands sannfært blogg viðrini eins og mig um að maður sé ekki bloggari með bloggurum ef maður bloggar ekki undir nafni, kennitölu og skónúmeri? Ég nota reyndar skó númer 46 og kennitalan mín endar á 9.

Ég er ennfremur ekkert viss um að nokkur maður lesi þetta blogg. Ekki einu sinni viss um að ég myndi gera það. Ég er heldur ekkert viss um að ég sé nafnlaus, blog.is veit í það minnsta hver ég er og ég hef ekki spekúlera svo mikið í því hvað aðrir notendur sjá.

vingill

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband